• lau. 29. sep. 2007
  • Landslið

U19 kvenna og U17 karla leika í dag

UEFA
uefa_merki

Ungmennalandslið Íslands standa í ströngu þessa dagana en U19 kvenna og U17 karla leika nú í riðlakeppni EM.  Stelpurnar leika í við Grikkland í dag en strákarnir etja kappi við Ísrael.

Landslið U19 kvenna sigraði í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni á fimmtudaginn þegar Rúmenar voru lagðir að velli.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn en leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Byrjunarliðið:(4-5-1):

Markvörður: Íris Dögg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Anna Þórunn Guðmundsdóttir

Vinstri bakvörður: Lovísa Sólveig Erlingsdóttir

Miðverðir: Anna Björk Kristjánsdóttir og Hlín Gunnlaugsdóttir, fyrirliði

Hægri kantur: Jóna Kristín Hauksdóttir

Vinstri kantur: Rúna Sif Stefánsdóttir

Tengiliðir: Laufey Björnsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir

Framherji: Fanndís Friðriksdóttir

Strákarnir í U17 leika gegn Ísrael í dag og hefst leikurinn kl. 13:30 að íslenskum tíma.  Strákarnir töpuðu fyrsta leiknum gegn Serbum á fimmtudaginn en koma ákveðnir til leiks gegn Serbum.