• fim. 27. sep. 2007
  • Landslið

Tap í fyrsta leik hjá U17 karla gegn Serbíu

U17_karla_NM2006_Danir
U17_karla_NM2006_Danir

Strákarnir í U17 töpuðu fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM en leikið er í Serbíu.  Andstæðingarnir í dag voru heimamenn og lauk leiknum með sigri þeirra, 1-0.  Mark Serba kom á fyrstu mínútu og tókst íslensku strákunum ekki að jafna metin.

Strax á fyrstu mínútu leiksins kom markið er réði úrslitum í þessum leik.  Serbar fengu aukaspyrnu og upp úr henni datt boltinn fyrir fætur eins leikmanns þeirra í teignum og hann setti boltann í markið.  Áfallið töluvert svona í byrjun leiks en íslensku strákarnir voru fljótir að jafna sig og náðu undirtökunum í leiknum.  Ekki tókst þó að koma boltanum í mark heimamanna þrátt fyrir ágætis tækifæri.

Staðan markalaus í hálfleik og var síðari hálfleikur afn og spennandi en Íslendingar fengu opnari marktækifæri.  Þegar leið á leikinn jókst pressan á heimamenn en þrátt fyrir góða tilburði tókst ekki að koma boltanum í mark Serba og lokatölur því 1-0, heimamönnum í vil.

Þessi fyrsti leikur í mótinu var prýðilega leikinn af íslenska liðinu og aðeins augnabliks einbeitingarleysi í byrjun leiksins réð úrslitum.  Næsti leikur íslenska liðsins verður gegn Ísrael á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 13:30.

Riðillinn