Fyrsti leikur U19 kvenna í dag í Portúgal
Íslenska U19 kvennalandsliðið leikur fyrsta leik sinn í riðlakeppni EM í dag en riðillinn er leikinn í Portúgal. Fyrsti leikur liðsins er gegn Rúmeníu en aðrar þjóðir í riðlinum eru heimastúlkur í Portúgal og Grikkland.
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið byrjunarlið sitt fyrir leikinn.
Byrjunarliðið:(4-5-1)
Markvörður: Íris Dögg Gunnarsdóttir
Hægri bakvörður: Anna Þórunn Guðmundsdóttir
Vinstri bakvörður: Rúna Sif Stefánsdóttir
Miðverðir: Anna Björk Kristjánsdóttir og Hlín Gunnlaugsdóttir, fyrirliði
Hægri kantur: Jóna Kristín Hauksdóttir
Vinstri kantur: Thelma Björk Einarsdóttir
Tengiliðir: Laufey Björnsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir
Framherji: Fanndís Friðriksdóttir
Þetta er fyrsta verkefni U19 kvenna eftir úrslitakeppni EM U19 sem haldin var hér á landi í sumar. Tvær efstu þjóðirnar úr riðlinum tryggja sér sæti í milliriðlum ásamt þeim tveimur þjóðum er bestan árangur hafa í þriðja sæti úr riðlunum ellefu.
Íslenska liðið leikur gegn Rúmeníu í dag og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma. Við Grikki verður leikið á laugardaginn og loks við Portúgal, þriðjudaginn 2. október.