U17 kvenna áfram í milliriðla EM
U17 landslið kvenna tryggði sér í dag sæti í milliriðli EM með 3-0 sigri á Úkraínu í lokaleik riðilsins í undankeppninni. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem skoraði öll mörkin í leiknum.
Íslenska liðið sigraði með yfirburðum í riðlinum, sem fram fór í Slóveníu - fullt hús stiga og markatalan 15-1. Berglind Björg skoraði einnig fimm mörk í fyrstu umferð riðilsins og gerði því alls 8 mörk í leikjunum þremur. Dagný Brynjarsdóttir skoraði fjögur af mörkum Íslands riðlinum.
Glæsilegur árangur hjá stelpunum okkar og spennandi verður að sjá hvaða árangri þær ná í milliriðlum.