• þri. 18. sep. 2007
  • Fræðsla

Á fullu í fótbolta

Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Katrínu Jónsdóttur og Gretu Mjöll Samúelsdóttur
Afing_fatladra_16._sept3

Á sunnudaginn mættu landsliðskonurnar Katrín Jónsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir á fótboltaæfingu með fötluðum.  Æfingin var liður í samstarfsverkefni Íþróttafélags Fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands.

Tæplega 20 manns mættu á æfinguna sem fór ákaflega vel fram á sparkvellinum við Laugarnesskóla.  Eftir góða upphitun og skotæfingar var komið að þeim Katrínu og Gretu Mjöll að miðla af reynslu sinni og mæltist það ákaflega vel fyrir hjá þátttakendum.  Æfingunni, sem var undir stjórn íþróttakennaranemanna Maríu Ólafsdóttur og Mörtu Ólafsdóttur, lauk svo með hörkuleik og spjalli landsliðskvennanna við þátttakendur.

Ákveðið hefur verið að hafa aukaæfingu, sunnudaginn 23. september, á sama stað sem er sparkvöllurinn við Laugarnesskóla.  Æfingin verður kynnt nánar síðar hér á síðunni.

Hér að neðan má svo sjá nokkrar myndir frá síðustu æfingu.

Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Katrínu Jónsdóttur og Gretu Mjöll Samúelsdóttur

Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Katrínu Jónsdóttur og Gretu Mjöll Samúelsdóttur

Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Katrínu Jónsdóttur og Gretu Mjöll Samúelsdóttur

Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Katrínu Jónsdóttur og Gretu Mjöll Samúelsdóttur

Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Katrínu Jónsdóttur og Gretu Mjöll Samúelsdóttur