• mán. 17. sep. 2007
  • Landslið

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Lettum

Island_U17_kvenna_NM3
Island_U17_kvenna_NM3

Íslenska U17 landslið kvenna leikur í dag sinn fyrsta leik í riðlakeppni fyrir EM en þetta er í fyrsta skiptið sem slík keppni er haldin í þessum aldursflokki.  Leikið er gegn Lettum og hefur Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarliðið.

Riðill Íslands er leikinn í Slóveníu og kom íslenska liðið þangað undir morgun eftir um sólarhringsferðalag.  Fyrsti leikur liðsins er í dag og verður leikið gegn Lettum.  Næsti leikur liðsins er svo við Slóveníu á miðvikudag og lokaleikurinn er á laugardag þegar að leikið verður gegn Úkraínu.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Sunna Harðardóttir

Aðrir leikmenn: Silvía Rán Sigurðardóttir, Sigrún Inga Ólafsdóttir, Íris Ósk Valmundardóttir, Arna Ómarsdóttir, Heiða Dröfn Antonsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Berglind Þorvaldsdóttir, Andrea Ýr Gústavsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og María Rannveig Guðmundsdóttir.

Hópurinn

Dagskrá

Riðillinn