• fim. 13. sep. 2007
  • Fræðsla

Knattspyrnuæfing fyrir fatlaða 16. september

Líf og fjör á fótboltaæfingu hjá fötluðum með Grétari Rafn og Heimma Hreiðars
fatladir2

Knattspyrnusamband Íslands og Íþróttasamband Fatlaðra standa fyrir æfingu fyrir fatlaða næstkomandi sunnudag 16.september. Sérstakir gestir á þessari æfingu verða landsliðskonurnar Katrín Jónsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir.  Síðastliðinn sunnudag var einnig æfing, sérstakir gestir þá voru landsliðsmennirnir Grétar Rafn Steinsson og Hermann Hreiðarsson þótti sú æfing takast einstaklega vel og vakti mikla lukku meðal þátttakenda. Æfingarnar eru á sparkvellinum í Laugardal, beint á móti stúku KSÍ.  (við Laugarnesskóla).  Þetta samstarfsverkefni KSÍ og ÍF hófst í sumar en boðið var upp á æfingar þrjá laugardaga í maí og júní. 

Umsjónarmenn verða íþróttakennaranemarnir Marta Ólafsdóttir og Ingvar Kale.

Sunnudagur 16. september       kl. 10.00 – 12.00

Sérstakir gestir á æfingunni verður Katrín Jónsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir landsliðskonur í knattspyrnu sem koma á æfinguna um kl. 10:30 og leiðbeina þátttakendum

Allir eru velkomnir, jafnt stelpur sem strákar.

Allir eru velkomnir á æfingarnar, hvar sem þeir búa og hvort sem þeir eru innan aðildarfélaga ÍF eða ekki. 

Nánari upplýsingar á skrifstofu ÍF í síma 514 40 80