• þri. 11. sep. 2007
  • Landslið

Leikskráin fyrir leikinn gegn Norður-Írum

Forsíðan á leikskránni fyrir leikinn gegn Norður-Írum
2007_island_nirland_forsida

KSÍ ákvað á þessu ári að hefja að nýju útgáfu leikskrár fyrir heimalandsleiki, en slík útgáfa hafði ekki verið í meira en áratug.  Fyrir landsleikinn gegn Norður-Írum á miðvikudag verður gefin út 20 blaðsíðna leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum. 

Sams konar leikskrá var einnig gefin út fyrir leikina gegn Liechtenstein og Kanada fyrr á þessu ári og gegn Spáni síðasta laugardag, og verður gefin út fyrir þá landsleiki sem eftir eru á þessu ári. 

Leikskráin verður seld við innganginn á leikvanginn og kostar aðeins kr. 500.  Leitið eftir sölufólki, þar sem leikskráin er ekki seld í miðasölunni.

Skellið ykkur á eintak af leikskránni og geymið sem minjagrip um leikinn! 

Meðal efnis að þessu sinni:

  • Ávörp formanns og þjálfara
  • Umfjöllun um fyrri viðureignir og eftirminnilegir leikir rifjaðir upp
  • Umfjöllun um landsliðshópa beggja liða og þjálfarana
  • Skilaboð frá stuðningsönnum
  • Minningarorð um Ásgeir Elíasson
  • Knattspyrnugetraun