• lau. 08. sep. 2007
  • Landslið

Sigur á Skotum hjá U19 karla

KSÍ 60 ára
KSI_60_logo_RGB

Íslenska U19 karlalandsliðið sigraði Skota í vináttulandsleik í dag en leikurinn fór fram á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði.  Lokatölur urðu 3-0 Íslendingum í vil en staðan í hálfleik var 2-0.  Þjóðirnar leika annan leik á mánudaginn og fer sá leikur fram í Keflavík kl. 17:30.

Það var Gylfi Sigurðsson sem kom Íslendingum á bragðið í fyrri hálfleik og áður en flautað var til leikhlés, hafði Guðmundur Kristjánsson bætt öðru marki við.  Staðan því góð í hálfleik og hún átti eftir að vænkast því Guðmundur Reynir Gunnarsson skoraði þriðja mark Íslendinga í síðari hálfleik og öruggur sigur því staðreynd.