• fös. 07. sep. 2007
  • Landslið

Jafnt hjá U21 karla í Slóvakíu

U21 landslið karla
ISL_AND_Jun2006

Strákarnir í U21 karla gerðu í dag jafntefli Slóvakíu i riðlakeppni EM U21 en leikið var ytra í grenjandi rigningu.  Lokatölur urðu 2-2 og skoruðu Bjarni Þór Viðarsson og Theódór Elmar Bjarnason mörk Íslendinga.

Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik tókst heimamönnum að komast yfir í lok fyrri hálfleiks og leiddu því þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik.  Bjarni Þór Viðarsson jafnaði leikinn úr vítaspyrnu fljotlega í seinni hálfleik.  Slóvakar komust yfir um miðjan seinni hálfleik en strákarnir gáfust ekki upp og Theódór Elmar Bjarnason jafnaði leikinn með góðu marki seint í leiknum.

Lokatölur því 2-2 í leik sem leikinn var við erfiðar aðstæður í Slóvakíu.  Fyrsta stig strákanna staðreynd og gefa þessi úrslit góð fyrirheit fyrir næsta leik gegn Belgum í riðlinum.  Hann fer fram á Akranesvelli, þriðjudaginn 11. september og hefst kl. 17:30.

Riðillinn