• fim. 06. sep. 2007
  • Landslið

Klæðum stúkuna í blátt

ÁFRAM íSLAND!!
Island_Kanada_A_landslid

Áttu gamlan landsliðsbúning, eða nýjan?  Áttu bláa úlpu eða bláa peysu, bláa húfu eða trefil?  Áttu bláa skó, bláa vettlinga?  Áttu eitthvað blátt?

Allir áhorfendur sem leggja leið sína á Laugardalsvöllinn á laugardag, þegar Íslendingar og Spánverjar mætast í undankeppni EM 2008, eru hvattir til að klæðast bláum lit, þannig að sá litur verði áberandi í stúkunni. 

Samstarfsaðilar KSÍ, sem eru Alltaf í boltanum með KSÍ, hafa lagt sitt af mörkum í þessu verkefni sem við köllum Klæðum stúkuna í blátt! og kostað framleiðslu á þúsundum blárra bola sem verður dreift fyrir leikinn á laugardag og fyrir leikinn á miðvikudag gegn Norður-Írum. 

Mynd af bolnum má sjá hérna fyrir neðan.

KSI_bolur_Thjodsongur_OK_con