Úrskurður Aga- og úrskurðarnefndar vegna ummæla þjálfara
Í samræmi við 18. grein reglugerðar KSÍ um aga-og úrskurðarmál ákvað framkvæmdastjóri KSÍ að vísa ummælum fjögurra þjálfara um dómara á opinberum vettvangi í kjölfar leikja í 14. umferð Landsbankadeildar karla til Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Þessir þjálfarar eru þeir Guðjón Þórðarson, Magnús Gylfason, Ólafur Helgi Kristjánsson og Leifur Garðarsson.
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum í gær að ávíta Guðjón Þórðarson og Magnús Gylfason fyrir ummæli sín og sekta Knattspyrnudeildir ÍA og Víkings um 10.000 kr. vegna þeirra. Þá ákvað nefndin einnig að veita Leifi Garðarssyni og Ólafi Helga Kristjánssyni áminningu vegna ummæla þeirra.