Miðasala á Ísland - Spánn í fullum gangi
Miðasala á landsleik Íslands og Spánar í riðlakeppni fyrir EM 2008 stendur nú sem hæst og gengur mjög vel. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 8. september og hefst kl. 20:00. Sala aðgöngumiða á landsleiki fer fram í miðasölukerfi frá midi.is
Miðasala er einnig hafin á leik Íslands og Norður Írlands og fer sú miðasala einnig fram á midi.is.
Kaupendum gefst kostur á að velja sér það sæti sem viðkomandi vilja sitja í.
Börn 16 ára og yngri fá miðana með 50% afslætti.
Að kaupum loknum fær kaupandinn sendan e-miða (pdf skjal) í tölvupósti, sem hægt er að prenta út og nota sem aðgöngumiða á völlinn.
Einnig er hægt að kaupa miða í verslun Skífunnar á Laugavegi.
Forsala til og með 7. sept.
- Sæti í rauðu svæði kr. 5.000
- Sæti í bláu svæði kr. 3.500
- Sæti i grænu svæði kr. 1.500
Miðaverð á leikdag 8. sept.
- Sæti í rauðu svæði kr. 5.500
- Sæti í bláu svæði kr. 4.000
- Sæti i grænu svæði kr. 2.000