Knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða 9. og 16. september
Knattspyrnusamband Íslands og Íþróttasamband Fatlaðra hafa ákveðið að standa aftur fyrir æfingum á sparkvellinum í Laugardal, beint á móti stúku KSÍ. (við Laugarnesskóla). Þetta samstarfsverkefni KSÍ og ÍF hófst í sumar en boðið var upp á æfingar þrjá laugardaga í maí og júní.
Æfingarnar í september verða sunnudagana 9. og 16. september. Umsjónarmenn verða íþróttakennaranemarnir, Marta Ólafsdóttir og Ingvar Kale en þau sáu einnig um æfingarnar í sumar.
Sunnudagur 9. september kl. 11.00 – 13.00
Sérstakur gestur á æfingunni verður Grétar Rafn Steinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu sem kemur á æfinguna og leiðbeinir þátttakendum.
Sunnudagur 16. september kl. 10.00 – 12.00
Allir eru velkomnir, jafnt stelpur sem strákar.
Allir eru velkomnir á æfingarnar, hvar sem þeir búa og hvort sem þeir eru innan aðildarfélaga ÍF eða ekki.
Nánari upplýsingar á skrifstofu ÍF í síma 514 40 80