• þri. 28. ágú. 2007
  • Landslið

Landsliðshópur Norður Íra tilkynntur

David_Healy
David_Healy

Nigel Worthington, landsliðsþjálfari Norður Íra hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir leiki gegn Lettlandi og Íslandi.  Norður Írar heimsækja okkur heim á Laugardalsvöllinn, miðvikudaginn 12. september kl. 18:05 og er leikurinn í riðlakeppni fyrir EM 2008.

Hópinn skipa 24 leikmenn og leika 20 þeirra í ensku deildarkeppninni.  Norður Írar eru sem stendur í 2. sæti riðilsins og hafa ekki tapað leik síðan þeir biðu lægri hlut gegn Íslendingum í Belfast.

Hópinn skipa eftirtaldir leikmenn:

Markverðir: Maik Taylor (Birmingham City); Roy Carroll (Glasgow Rangers); Alan Mannus (Linfield).

Varnarmenn: Michael Duff (Burnley); Chris Baird (Fulham); Gareth McAuley (Leicester City); Stephen Craigan (Motherwell); Tony Capaldi (Cardiff City); George McCartney (West Ham United); Sean Webb (Ross County); Aaron Hughes (Fulham); Jonathan Evans (Manchester United).

Miðjumenn: Keith Gillespie (Sheffield United); Steven Davis (Fulham); Sammy Clingan (Nottingham Forest); Chris Brunt (West Bromwich Albion); Steve Jones (Burnley); Grant McCann (Barnsley); Stuart Elliott (Hull City); Damien Johnson (Birmingham City).

Framherjar: Warren Feeney (Cardiff City); David Healy (Fulham); Kyle Lafferty (Burnley); Ivan Sproule (Bristol City).

Mynd: David Healy, framherji Fullham og Norður Írlands, hefur verið gríðarlega iðinn við kolann í markaskorun fyrir Norður Íra og hefur skorað 11 mörk í riðlakeppninni.