Þrjár breytingar á kanadíska hópnum
Þrjár breytingar hafa verið gerða á kandíska hópnum fyrir leikinn gegn Íslendingum í dag. Rhian Dodds Newcastle, David Edgar Kilmarnock og markvörðurinn Pat Onstad Houston Dynamo koma inn í hópinn.
Þessi leikmenn koma í stað Rob Friend, Athiba Hutchinson og Lars Hirschfeld sem eiga við meiðsli að stríða. Markvörðurinn Pat Onstad er eini leikmaðurinn í kanadíska hópnum er leikur ekki með félagsliði í Evrópu en hann leikur með Houston Dynamo í bandarísku MLS deildinni.