Þjálfaranámskeið KSÍ í haust
Komnar eru dagsetningar á fyrstu þjálfaranámskeið haustsins og eru áhugasamir hvattir til þess að skrá sig í tíma en hægt er að byrja að skrá sig, þremur vikum áður en námskeið hefst.
- KSÍ I þjálfaranámskeið verður haldið 28-30. september og 12-14. október í Reykjavík
- KSÍ II þjálfaranámskeið verður haldið 26-28. október og 2.-4.nóvember í Reykjavík
- KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið 5-7. október og hluti af því námskeiði verður bikarúrslitaráðstefna Knattspyrnuþjálfarafélagsins og Visa Bikarúrslitaleikur karla.
- KSÍ VI þjálfaranámskeið er fyrirhugað í lok október/byrjun nóvember ef næg þátttaka fæst, en námskeiðið er haldið í Englandi. Staðfesta þarf skráningu á það námskeið með 50.000 króna staðfestingargjaldi fyrir 3. september og þá ætti líka að skýrast hvort af námskeiðinu verður.
Að auki er fyrirhugað að halda eftirfarandi námskeið úti á landsbyggðinni í haust eftir nánara samkomulagi við viðkomandi félög.
KSÍ I, KSÍ II og KSÍ III á Akureyri (fáist næg þátttaka)
KSÍ I eða KSÍ II á Ísafirði (fáist næg þátttaka)
KSÍ I eða KSÍ II á Austurlandi (fáist næg þátttaka)
KSÍ I eða II í Vestmannaeyjum (fáist næg þátttaka)
Fyrirhugaðar helgar fyrir námskeið á landsbyggðinni eru helgarnar 9-11.nóvember, 16-18.nóvember og 23-25.nóvember eftir pöntunum.
KSÍ er einnig að huga að endurmenntunarnámskeiðum um þessar mundir en nánari upplýsingar um þau verða gefnar út síðar.
Skráning á öll námskeið hefst 3 vikum fyrir hvert og eitt þeirra.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ (siggi@ksi.is)