• mið. 22. ágú. 2007
  • Landslið

Tap hjá U21 karla í fyrsta leiknum

U21 landslið karla
ISL_AND_Jun2006

Strákarnir í U21 karla töpuðu fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM 2009.  Mótherjarnir voru Kýpverjar og fóru gestirnir með sigur af hólmi og skoruðu eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik.

Íslendingar byrjuðu leikinn betur en um miðjan fyrri hálfleikinn jafnaðist leikurinn og lítið var um opin marktækifæri.  Staðan var því markalaus þegar gengið var til hálfleiks.  Síðari hálfleikur var mun opnari og áttu bæði lið ágætis tækifæri.  Mark gestanna kom um miðjan síðari hálfleik og kom beint úr aukaspyrnu.  Íslendingar bættu mikið í sóknina eftir markið og voru aðgangsharðir upp við mark gestanna, án árangurs þó.  Lokatölur því 0-1 Kýpur í vil.

Næsti leikur íslenska liðsins er við Slóvakíu ytra 7. september næstkomandi og 11. september verður leikið heima gegn Belgíu á Akranesvelli.

Riðillinn