• þri. 21. ágú. 2007
  • Landslið

Breyting á hópnum hjá U21 karla

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir leikinn gegn Kýpur.  Hallgrímur Jónasson úr Keflavík kemur inn í hópinn í stað Eggerts Gunnþórs Jónssonar Hearts sem er meiddur.

Leikur Íslands og Kýpur er fyrsti leikur þjóðanna í riðlakeppni fyrir EM U21 2009.  Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli á morgun, miðvikudag og hefst kl. 16:00.