Vináttuleikur hjá U21 karla við Þjóðverja 16. nóvember
Íslenska U21 karlalandsliðið mun leika vináttulandsleik gegn Þjóðverjum ytra, föstudaginn 16. nóvember. Það verður virkilega spennandi verkefni fyrir strákana að mæta geysisterku liði Þjóðverja og góður undirbúningur fyrir landsleik gegn Belgum sem fer fram í Belgíu 20. nóvember.
U21 liðið hefur leik í riðlakeppni fyrir EM 2009 með því að mæta Kýpur á Grindavíkurvelli, miðvikudaginn 22. ágúst kl 16:00. Er þetta fyrsti leikurinn er fer fram í riðlinum en aðrar þjóðir riðilsins eru: Belgía, Austurríki og Slóvakía.