• mán. 20. ágú. 2007
  • Landslið

Einn nýliði í hópnum gegn Slóvenum

Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland
Island_Serbia_kvenna_2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn er fer til Slóveníu og leikur gegn heimastúlkum.  Leikurinn fer fram sunnudaginn 26. ágúst og hefst kl. 15:00.

Einn nýliði er í 18 manna hóp Sigurðar að þessu sinni en það er Sara Björk Gunnarsdóttir úr Haukum.  Þrír leikmenn geta ekki verið með vegna meiðsla, Ásthildur Helgadóttir, Ólína G. Viðarsdóttir og Guðný Petrína Þórðardóttir.

Ríkissjónvarpið mun sýna leikinn í beinni útsendingu frá Slóveníu á sunnudaginn og hefst leikurinn kl. 15:00.

Ísland hefur byrjað riðlakeppnina frábærlega og hafa fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

Hópurinn

Dagskrá

Riðillinn