• mán. 13. ágú. 2007
  • Fræðsla

Ályktun frá stjórn KÞÍ

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands
kthi_logo_new

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendi frá sér ályktun á dögunum þar sem það hvetur félagsmenn sína, sem og alla þjálfara þessa lands, að berjast gegn notkun á "Snusi".

Ályktunin er svohljóðandi:" Stjórn KÞÍ skorar á knattspyrnuþjálfara þessa lands að sporna gegn notkun á Snusi. Ósiður þessi er innfluttur og á ekki heima í knattspyrnuflóru Íslands. Við skorum á þjálfara að vera til fyrirmyndar í þessum efnum og nota ekki Snusið og sjá til þess að fyrirmyndir í meistaraflokkum félaganna sem og landsliðsfólk yngri landsliða okkar noti ekki þennann sóða sem Snusið er."

Heimasíða KÞÍ