• þri. 07. ágú. 2007
  • Landslið

Sigur hjá U17 karla gegn Færeyingum

Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Færeyjum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu
U17_karla_NM_2007_Fareyjar

Strákarnir í U17 luku leik sínum á Norðurlandamótinu um helgina þegar þeir léku gegn Færeyjum en mótið fór fram í Danmörku.  Leikurinn var um sjöunda sætið í mótinu og sigruðu Íslendingar með þremur mörkum gegn engu.

Öll mörk Íslands komu í fyrri hálfleik.  Ragnar Leósson kom Íslandi yfir strax á 3. mínútu og tólf mínútum síðar bætti Ottó Reynisson öðru marki við.  Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks skoraði svo Þórir Guðjónsson þriðja mark Íslands og reyndist það síðasta mark leiksins þrátt fyrir ágætar tilraunir.

Ísland hafnaði því í sjöunda sæti mótsins en það voru Svíar er urðu Norðurlandameistarar eftir sigur á Belgum í úrslitaleik.

Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Færeyjum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Mynd: Byrjunarliðið í leiknum gegn Færeyjum