Leikið gegn Finnum í dag
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Finnum í dag. Leikurinn er lokaleikur liðsins í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fram fer í Danmörku. Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.
Byrjunarliðið:
Markvörður: Ásgeir Þór Magnússon
Varnarmenn: Stefán Guðlaugsson, Haukur Örn Harðarson, Hafsteinn Briem og Gísli Páll Helgason.
Tengiliðir: Vilhjálmur Einarsson, Finnur Orri Margeirsson, Andri F. Stefánsson, Ragnar Leósson og Þórir Guðjónsson.
Framherji: Arnar Sveinn Geirsson