• fim. 02. ágú. 2007
  • Landslið

Jafntefli gegn Finnum hjá U17 karla

Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Finnum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu
U17_karla_NM_2007_Finnland

Íslenska U17 karlalandsliðið gerði í dag jafntefli við Finna í lokaleik sínum í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fram fer í Danmörku.  Lokatölur urðu 3-3 eftir að Íslendingar höfðu leitt í hálfleik, 2-0.

Íslensku strákarnir höfðu yfirhöndina í leiknum lengst af og komust í 2-0 og svo 3-1 en Finnar reyndust sterkir á lokakaflanum og náðu að jafna metin.  Mörk Íslendinga skoruðu þeir Arnar Sveinn Geirsson 2 og Ragnar Leósson.

Það kemur því í hlut íslenska liðsins að leika um 7. sætið á mótinu og verður leikið við Færeyinga á laugardaginn.