Úrvalslið EM U19 kvenna kynnt
UEFA hefur kynnt úrvalslið úrslitakeppni EM U19 kvenna, sem er nýlokið hér á Íslandi. Það eru fréttaritarar uefa.com sem standa að valinu og eru Þjóðverjar áberandi á með fimm leikmenn.
Eins leikmanns íslenska liðsins er getið á meðal þeirra leikmanna sem áttu möguleika á að komast í þetta úrvalslið en hlutu þó ekki náð fyrir augum fréttaritara uefa.com, en það er tengiliðurinn Sara Björk Gunnarsdóttir, sem lék af miklum krafti á miðju Íslands.
Stillt er upp í leikaðferðina 4-4-2 og má sjá liðið hér að neðan.
Nánari upplýsingar er að finna á uefa.com, en má einnig sjá með því að smella hér.
Markvörður
Alisa Vetterlein - Þýskaland
Hægri bakvörður
Bianca Schmidt - Þýskaland
Vinstri bakvörður
Elodie Cordier - Frakkland
Miðvörður
Fern Whelan - England
Miðvörður
Carolin Schiewe - Þýskaland
Hægri kantur
Ellen White - England
Vinstri kantur
Nicole Banecki - Þýskaland
Miðtengiliður
Maren Mjelde - Noregur
Miðtengiliður
Amandine Henry - Frakkland
Framherji
Mary-Laure Delie - Frakkland
Framherji
Isabel Kerschowski - Þýskaland