Geir í skipulagsnefnd HM U20 karla
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið skipaður í skipulagsnefnd á vegum FIFA fyrir Heimsmeistarakeppni U20 landsliða karla sem fram fer í Egyptalandi 2009.
Skipun Geirs í nefndina var ákveðin á fundi framkvæmdanefndar FIFA í júní síðastliðnum og er enn ein viðurkenning á starfi KSÍ á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar.
Heimsmeistarakeppni U20 landsliða 2007 er nýlokið í Kanada, en Argentínumenn sigruðu Tékkland í úrslitaleik 2-1.