Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á NM
U17 landslið karla mætir Svíum í dag, þriðjudag, í öðrum leik sínum í Norðurlandamótinu, sem fram fer í Danmörku að þessu sinni. Leikurinn í dag fer fram á Kolding Stadium og hefst kl.13:00 að íslenskum tíma. Luka Kostic, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands.
Markvörður
Arnar Darri Pétursson.
Varnarmenn
Haukur Örn Harðarson, Hafsteinn Briem, Stefán Guðlaugsson og Víkingur Pálmason.
Tengiliðir
Vilhjálmur Einarsson, Finnur Orri Margeirsson, Davíð Már Stefánsson, Andri F. Stefánsson og Þórir Guðjónsson.
Framherji
Guðlaugur V. Pálsson.