• mán. 30. júl. 2007
  • Landslið

Tap hjá U17 karla gegn Englendingum

Byrjunarlið Íslands gegn Englandi í úrslitakeppni EM U17 í Belgíu 2. maí 2007
U17_karla_England_mai2007

Norðurlandamót U17 karla hófst í dag en mótið fer fram í Danmörku.  Íslendingar biðu lægri hlut gegn Englendingum í fyrsta leik sínum.  Englendingar skoruðu tvö mörk án þess að Íslendingum tækist að svara.

Jafnræði var með liðunum í leiknum og var staðan markalaust þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik.  Sama jafnræðið var í seinni hálfleik en upp úr miðjum hálfleiknum tókst Englendingum að skora tvö mörk með stuttu millibili og þar við sat.

Ísland leikur annan leik sinn í mótinu á morgun en þá mæta strákarnir Svíþjóð.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.