Norðurlandamót U17 karla hefst í dag
Norðurlandamót U17 karla hefst í dag í Danmörku og leikur íslenska liðið sinn fyrsta leik gegn Englandi kl. 13:00. Einnig eru Svíar og Finnar með Íslendingum í riðli. Luka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag.
Byrjunarliðið:
Markvörður: Arnar Darri Pétursson
Aðrir leikmenn: Gísli Páll Helgason, Finnur Orri Margeirsson, Haukur Örn Harðarson, Hafsteinn Briem, Vilhjálmur Einarsson, Guðmundur Magnússon, Arnar Sveinn Geirsson, Guðlaugur V. Pálsson, Andri F. Stefánsson og Víkingur Pálmason.