• sun. 29. júl. 2007
  • Landslið

Þýskaland - England í dag

Tyskaland-England
Tyskaland-England

Úrslitaleikur EM U19 kvenna fer fram á Laugardalsvelli í dag kl. 16:00.  Mætast þá gamalgrónar knattspyrnuþjóðir, Þýskaland og England.  Þjóðverjar eru núverandi handhafar titilsins en enska liðið hefur komið mörgum á óvart með framgöngu sinni í mótinu. 

Þessar þjóðir hafa löngum eldað grátt silfur saman á knattspyrnuvellinum og er ljóst að ekkert verður gefið eftir á Laugardalsvellinum í dag.

Leikurinn hefst kl. 16:00 og er frítt á leikinn í boði Orkuveitu Reykjavíkur.  Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til þess að fjölmenna á völlinn og verða vitni af þessum stórviðburði.

Keppnin á uefa.com

Fréttir af keppninni

Merki Orkuveitunnar