• sun. 29. júl. 2007
  • Lög og reglugerðir

Breytingar á reglugerð samþykktar

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 28. júlí 2007 breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.

Annars vegar var gerð breyting til þess að kveða skýrar á um rýmri heimildir er tímabundin félagaskipti veita og hins vegar var um orðalagsbreytingu að ræða.  Breytingarnar eru eftirfarandi skáletraðar:

 “10.1.2. 

Leikmaður getur aðeins gengið til liðs við íslenskt félagslið á tímabilinu 20. febrúar – 15. maí ár hvert, eða á tímabilinu 15. – 31. júlí.  Leikmaður getur þó aðeins einu sinni skipt um félag innanlands eftir að hafa leikið í Íslandsmóti eða bikarkeppni KSÍ á almanaksárinu nema þegar um tímabundin félagaskipti er að ræða sbr. 16. grein.”

“10.1.3. 

Á öðrum tímabilum eru félagaskipti ekki heimil nema fyrir ósamningsbundna leikmenn í yngri aldursflokkum og þegar leikmaður á tímabundnum félagaskiptum skiptir um félag, en þó aldrei eftir 31. júlí til loka keppnistímabilsins.”

Sérstök athygli er vakin á því að lokað verður fyrir félagaskipti þann 31. júlí, eða n.k. þriðjudag.

Forráðamenn félaga eru beðnir um að vekja athygli á ofangreindum breytingum.