• fös. 27. júl. 2007
  • Landslið

Markadrottningar berjast

Mary-Laure Delie - uefa.com
marylaure-delie

Þrír leikmenn eru nú markahæstir í úrslitakeppni EM U19 kvenna, en aðeins einn þeirra getur bætt við.  Þær Fanndís Friðriksdóttir, Mary-Laure Delie og Ellen White hafa allar skorað 3 mörk.  White getur bætt við marki eða mörkum fyrir England í úrslitaleiknum á sunnudag, en hvorki Fanndís né hin franska Delie, þar sem þeirra lið eru úr leik.

Þrír þýskir leikmenn - Isabel Kerschowski, Nadine Kessler og Stephanie Goddard - hafa skorað tvö mörk í keppninni og eiga því möguleika á að hreppa markadrottningartitilinn með því að reikma á sig markaskóna á sunnudag.

Markahæstu leikmenn

3 Ellen White (ENGLAND)
3 Marie-Laure Delie (FRAKKLAND)
3 Fanndis Fridriksdóttir (ÍSLAND)
2 Isabel Kerschowski (ÞÝSKALAND)
2 Nadine Kessler (ÞÝSKALAND)
2 Stephanie Goddard (ÞÝSKALAND)
2 Maren Mjelde (NOREGUR)
2 Ingvild Isaksen (NOREGUR)