• mið. 25. júl. 2007
  • Landslið

Undanúrslitin á fimmtudag hjá U19 kvenna

Úr leik Danmerkur og Noregs á Akranesvelli í úrslitakeppni EM U19 kvenna
Danmork_Noregur_U19kv

Nú standa fjórar þjóðir eftir í úrslitakeppni EM U19 kvenna og er leikið í undanúrslitum á morgun, fimmtudag.  Á Laugardalsvelli leika Þýskaland og Frakkland kl. 16:00 og kl. 19:00 mætast England og Noregur á KR-velli.

Þýskaland og Frakkland léku til úrslita í síðustu keppni U19 kvenna og höfðu þá Þjóðverjar betur og eru því handhafar titilsins.  Ljóst er að Frakkar ætla sér að stærri hluti í þessari keppni og má búast við hörkuleik í Laugardalnum kl. 16:00 á fimmtudaginn.

Á KR-velli kl. 19:00 eigast við England og Noregur.  Englendingar sigruðu í B-riðli en norsku stelpurnar tryggðu sér sæti í undanúrslitunum með því að leggja Dani í lokaleik riðilsins.  Er það ekki í fyrsta skiptið því mark á lokamínútunni gegn Dönum í lokaleik milliriðils keppninnar tryggði Norðmönnum sæti í þessari úrslitakeppni á Íslandi.

Þessar þjóðir sem leika í undanúrslitum, eru ekki aðeins ennþá í baráttunni um Evrópumeistaratitilinn, heldur hafa þær einng tryggt sér þátttökurétt á HM U20 kvenna er fram fer í Chile.

Keppnin á uefa.com

Fréttir af keppninni

Merki Orkuveitunnar