• mið. 25. júl. 2007
  • Fræðsla

KSÍ VI þjálfaranámskeið - umsóknareyðublað

Þjálfari að störfum
coaching1

Hér að neðan er umsóknareyðublað að KSÍ VI þjálfaranámskeiðinu sem verður haldið í Englandi í haust.  Námskeiðið er ætlað þjálfurum sem hafa lokið við KSÍ V þjálfaranámskeiðið og koma að þjálfun 3.flokks eða eldri aldurshópa. 

Námskeiðið er vikulangt en nákvæm tímasetning liggur ekki alveg fyrir.  Reiknað er með að námskeiðið verið haldið síðustu vikuna í október eða fyrstu vikuna í nóvember.

Á síðasta ári kostaði námskeiðið 160.000 krónur og má reikna með því að þetta námskeið kosti eitthvað svipað, en heildarkostnaður ætti ekki að verða meiri en 200.000 krónur.  Inni í námskeiðsgjaldinu er allur kostnaður nema hugsanlega 1-2x út að borða á veitingastað.

Innifalið í námskeiðsgjaldinu er:

Flug
Rútukostnaður innanlands og í Englandi
Gisting í viku
Fullt fæði í viku
Afnot af völlum og aðstöðu
Miði á 1-2 leiki í ensku úrvalsdeildinni
Íþróttafatnaður
Námskeiðsgjald

Hér að neðan má líka sjá dagskrá námskeiðsins í fyrra en dagskráin mun breytast mikið þar sem hvert námskeið er sérsniðið út frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar og heimsóknar í knattspyrnuakademíu úrvalsdeildarliðs.  Dagskráin gefur þó hugmynd um hvað námskeiðið snýst. 

Sækja þarf formlega um námskeiðið með því að fylla út umsóknareyðublaðið og skila til Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar fræðslustjóra KSÍ (siggi@ksi.is) fyrir 7.ágúst næstkomandi.

Fræðslunefnd KSÍ mun velja þátttakendur inn á námskeiðið eftir hæfni umsækjenda.  Öllum umsækjendum verður svarað með tölvupósti.  Stefnt er að því að svara umsækjendum í síðasta lagi 10.ágúst. 

Frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ (siggi@ksi.is)

Umsóknareyðublað

Dagskrá námskeiðs 2006