• mið. 25. júl. 2007
  • Landslið

Hafið auga með þessum leikmönnum

Isabel og Monique Kerschowski - uefa.com
isabelogmonique-kerschowski

Undanúrslitin í lokakeppni EM U19 landsliða kvenna fara fram á fimmtudag.

Vert er að gefa lykilmönnum liðanna fjögurra góðar gætur, því þar eru á ferð gríðarlega efnilegir leikmenn sem eru þegar farnir að banka á dyr A-landsliða sinna.  Þýsku Kerschowski tvíburarnir eru líklega þekktustu leikmennirnir í keppninni.

Frakkland - Mary-Laure Delie

Mary-Laure Delie - uefa.comVar 17 ára þegar hún lék fyrst með U19 liðinu og hefur átt góðan feril hingað til.  Kraftmikill framherji með líkmasstyrk og hraða sem getur ógnað hvaða vörn sem er.  Hefur þó átt við meiðsli að stríða og byrjaði á bekknum gegn Englendingum.

Noregur - Maren Mjelde

Yfirvegaður leikmaður sem gerir lítið af mistökum.  Leikur jafnan sem varnartengiliður og stöðvar ófáar sóknir andstæðinganna.  Sýndi gegn Íslandi að hún getur líka sótt af krafti þegar hún skoraði tvö mörk á Laugardalsvellinum.

England - Fern Whelan

Fyrirliði enska liðsins er stæðilegur miðvörður sem tapar ekki mörgum skallaboltum og er ógnandi upp við mFern Whelan - uefa.comark andstæðinganna í föstum leikatriðum.  Er mikill leiðtogi og tekur af skarið þegar þarf.  Skoraði jöfnunarmarkið gegn Pólverjum í uppbótartíma.

Þýskaland - Isabel og Monique Kerschowski

Tvíburarnir leiða sóknarleik þýska liðsins.  Þær hafa báðar alla þá eiginleika sem toppleikmenn þurfa - kraft, hraða, tækni og sigurvilja.  Isabel leikur jafnan í fremstu víglínu, en Monique á kantinum.  Framtíðarstjörnur í kvennaboltanum.

Umfjöllun um mótið á uefa.com

Fréttir af mótinu á ksi.is

Merki Orkuveitunnar

Orkuveita Reykjavíkur býður frítt á alla leiki í mótinu - Allir á völlinn!