• mán. 23. júl. 2007
  • Landslið

Leikir dagsins hefjast allir kl 16:00

Merki_WU19_Iceland_2007
Merki_WU19_Iceland_2007

Lokaumferð riðlakeppni úrslitakeppni U19 kvenna fer fram í dag og fara fram fjórir sem hefjast allir kl.16:00.  Ísland tekur á móti Evrópumeisturum Þjóðverja í dag í lokaleik sínum í keppninni og fer leikurinn fram á Grindavíkurvelli.

Í A-riðli mætast Ísland og Danmörk á Grindavíkurvelli og Noregur og Danmörk á Akranesvelli.  Þjóðverjar hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar en íslensku stelpurnar eiga ekki möguleika lengur á að tryggja sér undanúrslitasæti.  Hinsvegar eiga bæði Norgur og Danmörk möguleika á því að komast í undanúrslitin og má því búast við hörkubaráttu í leik þeirra.

Í B-riðli eigast við Frakkland og Pólland á Víkingsvelli og England og Spánn á KR-velli.  Þessi riðill er galopinn og eiga öll liðin enn möguleika á því að tryggja sig áfram í undanúrslitin.  Englendingar standa best að vígi fyrir lokaumferðina en ljóst er barist verður til síðustu sekúndu í þessum riðli.

Allir leikir dagsins hefjast kl. 16:00 og eru áhorfendur hvattir til þess að koma og fylgjast með efnilegustu stúlkum Evrópu í hörkuleikjum.

Keppnin á uefa.com

Fréttir af keppninni