• mið. 18. júl. 2007
  • Landslið

Þremur leikjum lokið í fyrstu umferð

Merki_WU19_Iceland_2007
Merki_WU19_Iceland_2007

Þrír leikir í fyrstu umferð úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna fóru fram í dag.  Frakkland og Þýskaland unnu eins marks sigra og eru því með þrjú stig, en England og Pólland skildu jöfn eftir mikla dramatík á lokasekúndunum.

Þjóðverjar voru sterkari aðilinn í leiknum gegn Dönum á Víkingsvelli og verðskulduðu sigur.  Eina mark leiksins skoraði tvíburinn Monique Kerschowski með þrumuskoti á 19. mínútu.  Systir hennar, Isabel, lék einnig í dag, en tvíburasysturnar eru lykilmenn í þýska liðinu.

Á Kópavogsvelli leit allt út fyrir jafntefli milli Spánar og Frakklands, en þegar um tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Amandine Henry eina mark leiksins með góðu hægri fótar skotu frá vítateigslínu.  Spánverjar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna, en án árangurs.

Á Fylkisvelli héldu Pólverjar að þeir væru að innbyrða þrjú stig í leiknum gegn Englendingum, en leikurinn er svo sannarlega ekki búinn fyrr en dómarinn flautar af.  Englendingar urðu fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 11. mínútu og allt leit út fyrir að það myndi duga til sigurs, en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði fyrirliði Englands, Fern Whelan, metin með skalla.

Nánar um mótið á uefa.com

Fréttir af mótinu á ksi.is