Setningarathöfn fyrir fyrsta leik Íslands
Fyrir leik Íslands og Noregs á Laugardalsvelli í kvöld verður stutt setningarathöfn í tilefni fyrsta leikdags í úrslitakeppni EM U19 kvenna. Setningarathöfnin hefst um kl. 19:00 og munu um 100 iðkendur frá Þrótti Reykjavík koma þar við sögu.
Leikurinn sjálfur hefst kl. 19:15 og eru áhorfendur hvattir til þess að hvetja íslensku stelpurnar til dáða í leiknum.