Orkuveita Reykjavíkur býður á leikina
Orkuveita Reykjavíkur er sérstakur samstarfsaðili KSÍ vegna úrslitakeppni EM U19 kvenna. Einn stærsti þátturinn í þessu samstarfi er sá að Orkuveitan hefur ákveðið að bjóða knattspyrnuáhugafólki frítt á alla leikina í keppninni.
Jafnframt hefur OR tekið að sér að auglýsa leikina í fjölmiðlum, þannig að um gríðarlega mikilvægan samstarfsaðila er að ræða í eflingu og kynningu mótsins.
Allir unnendur góðrar knattspyrnu eru hvattir til að nýta sér boð Orkuveitunnar og fjölmenna á leikina í keppninni, því hér er komið gullið tækifæri til að berja augum efnilegustu knattspyrnukonur í Evrópu.
Allir á völlinn í boði Orkuveitu Reykjavíkur!