• mið. 18. júl. 2007
  • Landslið

Leikir dagsins í úrslitakeppni U19 kvenna

Merki_WU19_Iceland_2007
Merki_WU19_Iceland_2007

Úrslitakeppni EM U19 kvenna hefst í dag og eru fjórir leikir á dagskrá.  Á Fylkisvelli mætast Pólland og England, á Kópavogsvelli leika Spánn og Frakkland og á Víkingsvelli mætast Danmörk og Þýskaland.  Allir þessir leikir hefjast kl. 16:00.  Á Laugardalsvelli kl. 19:15 leika svo Íslendingar og Norðmenn.

Danmörk - Þýskaland

Víkingsvöllur kl. 16:00

Þessar þjóðir leika í A-riðli ásamt Íslendingum og Norðmönnum.  Þjóðverjar eru núverandi handhafar Evrópumeistaratitilsins og eru til alls líklegar.  Það verður því erfið byrjun hjá Dönum en búast má við sterku liði frá Danmörku á þessu móti.

Dómari: Dilan Gökcek Tyrklandi

Aðstoðardómarar: Oxana Akulova  Rússlandi og Lada Rojc  Króatíu

Fjórði dómari: Kirsi Savolainen Finnlandi

Dómaraeftirlitsmaður UEFA: Josef Marko Slóvakíu

Ísland - Noregur

Laugardalsvöllur kl. 19:15

Ljóst að íslenska liðið þarf góðan stuðning í þessum leik og er þá til alls líklegt enda mætir það vel undirbúið til leiks.  Íslenska liðið hefur vaxið jafnt og þétt í undirbúningnum og náði m.a. góðum úrslitum á æfingamóti á La Manga, fyrr á þessu ári.  Norðmenn tryggðu sér farseðilinn til Íslands á síðustu stundu þegar þær jöfnuðu gegn Danmörku í blálokin í síðasta leik milliriðils síns.  Endaði Noregur því með bestan árangur allra liða í öðru sæti og komst áfram.  Noregur ætlar sér engu að síður stóra hluti í keppninni enda mikil hefð hjá Norðmönnum í kvennaknattspyrnunni.

Dómari: Esther Staubli Sviss

Aðstoðardómarar: Agnes Sirrka Oswald Austurríki og Ttvia Malca Ísrael

Fjórði dómari: Ekaterina Marinova Búlgaríu

Dómaraeftirlitsmaður UEFA: Ingrid Jonsson Svíþjóð

A-riðill

Pólland - England

Fylkisvöllur kl. 16:00

Pólverjar komu mjög á óvart með því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni á kostnað Rússa.  Pólska liðið er því óskrifað blað í keppninni en geta reynst ensku stelpunum erfiður ljár í þúfu.  Margir spá Englendingum góðu gengi í keppninni en góð byrjun þeirra í mótinu getur haft þar mikið að segja.

Dómari: Daniela Markovic Serbíu

Aðstoðardómarar: Vivian Peters Hollandi og Zuzana Kovacova Slóvakíu

Fjórði dómari: Katalin Kulczar Ungverjalandi

Dómaraeftirlitsmaður UEFA: Sigurður Hannesson Íslandi

Spánn - Frakkland

Kópavogsvöllur kl. 16:00

Ljóst er að þarna mætast stálin stinn og er báðum þessum þjóðum spá mikilli velgegni í mótinu.  Frakkar eru taldir sigurstranglegastir í riðlinum fyrirfram en í síðustu tveimur úrslitakeppnum U19, hafa Frakkar tapað í úrslitaleik.  Spánverjar þykja engu síðri og það voru Spánverjar er báru sigur úr býtum í þessari keppni árið 2004.  Hér verður ekkert gefið eftir!!

Dómari: Efthalia Mitsi Grikklandi

Aðstoðardómarar: Helen Caro Svíþjóð og Knarik Grigoryan Armeníu

Fjórði dómari: Pavla Turkova Tékklandi

Dómaraeftirlitsmaður UEFA: Ingi Jónsson Íslandi

Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta á leikina og sjá efnilegustu knattspyrnukonur álfunnar í hörkukeppni.  Orkuveita Reykjavíkur býður öllum áhorfendum frítt inn á leiki keppninnar.

B-riðill

 

Úrslitakeppni U19 kvenna á uefa.com

Fréttir af keppninni

Merki Orkuveitunnar