• mið. 18. júl. 2007
  • Lög og reglugerðir
  • Agamál

Frá aga- og úrskurðarnefnd

Fjölnir
Fjolnir

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók fyrir skýrslur frá eftirlitsmanni KSÍ og dómurum vegna framkomu stuðningsmanna Fjölnis í leik Fjölnis og ÍBV í 1. deild karla, mánudaginn 16. júlí síðastliðnum. 

Um var að ræða gróf köll að leikmönnum ÍBV og dómurum leiksins.  Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur ákveðið, í samræmi við 13. grein reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, að sekta knattspyrnudeild Fjölnis um kr. 30.000.  Ennfremur gerir nefndin þá kröfu til Fjölnis að slíkt atvik endurtaki sig ekki.  Aga- og úrskurðarnefnd minnir ennfremur á að ef slík atvik endurtaka sig getur það haft í för með sér heimaleikjabann.