Fyrstu fulltrúar UEFA koma til landsins í dag
Alltaf styttist í úrslitakeppni EM U19 kvenna en keppnin hefst sem kunnugt er, 18. júlí næstkomandi. Sjálfboðaliðar hafa þegar hafið störf og er von á fyrstu fulltrúum UEFA og styrktaraðila mótsins í dag.
Búist er við um 50 fulltrúm frá UEFA sem munu starfa og hafa yfirumsjón með úrslitakeppninni. Einnig eru að koma til landsins fulltrúar styrktaraðila mótsins sem munu vera fulltrúar sinna fyrirtækja við mótshaldið.
Englendingar verða fyrstir þjóða til þess að koma til landsins en lið þeirra er væntanlegt hingað á laugardaginn.
Vert er að benda á síðu UEFA en þar er að finna ýmsan fróðleik varðandi mótið.