Danmörk - Ísland á Parken
Áfrýjunardómstóll UEFA mildaði dóm gegn Dönum vegna atviks í leik Dana og Svía 2. júní sl. þannig að Danmörk verður nú að leika tvo næstu heimaleiki sína í 140 km fjarlægð frá Kaupmannahöfn.
Upphaflegi dómurinn var á þá vegu að Danir skildu leika næstu 4 heimaleiki í amk. 250 km fjarlægð frá Kaupmannahöfn og hefði það þýtt að leikur Dana og Íslands hefði ekki getað farið fram á Parken í Kaupmannahöfn.
Áfrýjunardómstóllinn mildaði þennan dóm og er því ljóst að leikur okkar við Dana fer fram á Parken 21. nóvember nk.
Úrslit leiks Dana gegn Svíum standa þó í 3-0 fyrir Svíþjóð og Danska knattspyrnusambandið fékk sekt að upphæð 50.000 Svissneskra franka.