U17 stúlkur leika gegn Hollandi í dag á NM
Noregur og Svíþjóð eru jöfn í efsta sæti riðilsins, hafa unnið báða leiki sína og leika til úrslita á morgun. Noregur sigraði Holland 1-0 og Svíþjóð sigraði Holland 3-1.
Ísland og Holland hafa bæði tapað sínum leikjum og leika því um 3. sæti riðilsins í dag og hefst leikurinn kl. 15.00 að íslenskum tíma. Það lið sem líkur keppni í 3. sæti riðilsins mun að líkindum leika við Finnland eða Danmörku um 5-6. sæti mótsins.
Í B-riðli leiða Þjóðverjar sem hafa unnið báða leiki sína og Frakkland er í 2. sæti.
Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Hollandi.
Byrjunarliðið (4-4-2)
Markvörður: Nína Björk Gísladóttir
Hægri bakvörður: Berglind Bjarnadóttir
Vinstri bakvörður: Dagný Brynjarsdóttir
Miðverðir: Alma Garðarsdóttir og Diljá Ólafsdóttir
Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir
Vinstri kantur: Sigrún Inga Ólafsdóttir
Tengiliðir: Elínborg Ingvarsdóttir og Jóna Hauksdóttir
Sóknartengiliður: Sara Gunnarsdóttir fyrirliði
Framherji: Andrea Gústavsdóttir