• fim. 05. júl. 2007
  • Landslið

Tvær vikur í úrslitakeppni U19 ára

Merki_WU19_Iceland_2007
Merki_WU19_Iceland_2007

Nú eru aðeins tvær vikur þar til úrslitakeppni EM U19 ára stúlkna hefst hér á Íslandi og undirbúningur því kominn vel á veg. 

Í vikunni var skrifað undir samstarfssamning við Orkuveitu Reykjavíkur og verður fyrirtækið helsti styrktaraðili keppninnar og mun m.a. bjóða endurgjaldslaust á alla leikina og vonandi að fólk noti tækifærið og fjölmenni á leiki mótsins.  Formlegur opnunarleikur mótsins fer fram þann 18. júlí á Laugardalsvelli kl. 19.15 en þá tekur Ísland á móti Noregi.  Úrslitaleikurinn fer svo fram á Laugardalsvelli þann 29. júlí á Laugardalsvelli.

Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni er bent á að senda tölvupóst á klara@ksi.is