Tap í síðasta leik riðilsins á NM U17 kvenna
Íslandi tapaði fyrir Hollandi 1 - 3 í síðasta leik riðilsins á NM U17 kvenna í dag í Noregi.
Leikurinn byrjaði mjög vel, besta byrjun liðsins til þessa á mótinu. Góð barátta var í liðinu og fínn talandi og uppskar liðið mark á 16. mín. Jóna Hauksdóttir skoraði með góðu skoti fyrir utan teig. Ísland stjórnaði leiknum fram á 33.mín þegar Hollendingar skoruðu eftir stungusendingu og var það fyrsta færið þeirra i leiknum, liðið var ekki búið að jafna sig á þessu áfalli þegar Hollendingar skoruðu aftur eftir fyrirgjöf a 34.min. Staðan í hálfleik Ísland 1 - Holland 2.
Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega en þó vantaði sama öryggið á boltann eins og Ísland hafði í fyrri hálfleik. Hollendingar fengu svo víti eftir brot á 60.mín og skoruðu þriðja markið úr þvi, Nína markvörður var þó í boltanum.
Eftir þetta datt allur talandi niður í liðinu og leikmenn virtust vera búnir ad gefa upp alla von. Tap staðreynd Ísland 1 - Holland 3 og leikur um 7.-8. sæti við Dani á laugardaginn kl. 09:00 að íslenskum tíma.
Allir leikmenn Íslands fengu að spila í dag utan Thelmu B. Einarsdóttur sem var veik.
Byrjunarlið Íslands var annars skipað á eftirfarandi hátt og skiptingar:
Markvörður: Nína Björk Gísladóttir
Hægri bakvörður: Berglind Bjarnadóttir
Vinstri bakvörður: Dagný Brynjarsdóttir
Miðverðir: Alma Garðarsdóttir og Diljá Ólafsdóttir
Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir
Vinstri kantur: Sigrún Inga Ólafsdóttir
Tengiliðir: Elínborg Ingvarsdóttir og Jóna Hauksdóttir
Sóknartengiliður: Sara Gunnarsdóttir fyrirliði
Framherji: Andrea Gústavsdóttir
Inn: Út:
59 mín: Íris Valmundsdóttir Sigrún Inga Ólafsdóttir
68 mín: Heiða D. Antonsdóttir Andrea Gústavsdóttir
71 mín: Harpa Guðbjartsdóttir Berglind Bjarnadóttir
80 mín: Sigríður Birgisdóttir Jóna Hauksdóttir
80 mín: Arna Ásgrímsdóttir Diljá Ólafsdóttir
80 mín: Sunna Harðardóttir Nína Björk Gísladóttir