• þri. 03. júl. 2007
  • Landslið

Norðurlandamót U17 kvenna

Við erum öll í íslenska landsliðinu!
ahorfendur-10

Íslenska U17 landslið kvenna leikur í dag gegn Noregi ytra en þetta er annar leikur liðsins í mótinu en leikurin er liður í Norðurlandamóti kvenna U17. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma

Ísland tapaði í gær fyrsta leik sínum á gegn Svíþjóð 3 – 0. Í hinum leik riðilsins lék Noregur gegn Hollandi og vann Noregur 1 - 0 

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Noregi.

Byrjunarliðið (4-4-1-1)

Markvörður: Nína Björk Gísladóttir

Hægri bakvörður: Berglind Bjarnadóttir

Vinstri bakvörður: Dagný Brynjarsdóttir

Miðverðir: Alma Garðarsdóttir og Harpa Guðbjartsdóttir

Hægri kantur: Jóna Hauksdóttir

Vinstri kantur: Thelma B. Einarsdóttir

Tengiliðir: Elínborg Ingvarsdóttir og Íris Valmundsdóttir

Sóknartengiliður: Heiða D. Antonsdóttir

Framherji: Andrea Gústavsdóttir