• mán. 02. júl. 2007
  • Landslið

Norðurlandamót U17

Við erum öll í íslenska landsliðinu!
ahorfendur-10

Íslenska U17 landslið kvenna leikur í dag gegn Svíþjóð ytra en leikurin er liður í Norðurlandamóti kvenna U17. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.

Byrjunarliðið (4-4-1-1)

Markvörður: Nína Björk Gísladóttir

Hægri bakvörður: Sigrún Inga Ólafsdóttir

Vinstri bakvörður: Dagný Brynjarsdóttir

Miðverðir: Alma Garðarsdóttir og Harpa Guðbjartsdóttir

Hægri kantur: Jóna Hauksdóttir

Vinstri kantur: Thelma B. Einarsdóttir

Tengiliðir: Elínborg Ingvarsdóttir og Íris Valmundsdóttir

Sóknartengiliður: Sara Gunnarsdóttir fyrirliði

Framherji: Fanndís Friðriksdóttir

 

Ein breyting hefur verið gerð á 18 manna hóp Íslands en Anna Þórunn Guðmundsdóttir datt út úr hópnum vegna meiðsla og inn í hópinn kom Sigríður Birgisdóttir úr Aftureldingu