Þrjár vikur í úrslitakeppni EM U19 kvenna
Í dag eru réttar þrjár vikur þangað til að flautað verður til leiks í úrslitakeppni EM U19 kvenna. Ísland er í riðli með Noregi, Danmörku og Evrópumeisturum Þýskalands og mæta Norðmönnum í fyrsta leik sínum.
Mótið hefst 18. júlí nk. og verða þá leiknir þrír leikir kl. 18:00. Pólland og England mætast á Víkingsvelli, Spánn og Frakkland á Kópavogsvelli og Þýskaland og Danmörk leika á Víkingsvelli. Síðasti leikur dagsins fer svo fram á Laugardalsvelli kl. 19:15 en þá mætast Ísland og Noregur.
Þetta verður frábært tækifæri fyrir knattspyrnuáhugafólk að sjá efnilegustu knattspyrnukonur Evrópu í leik og auðvitað að sjá íslensku stelpurnar gegn bestu þjóðum Evrópu.